mánudagur, 16. mars 2009

BSJ með rauðkáli

Þessa yndislegu litlu stelpu á hún Ásta vinkona mín. Hún fékk þessa peysu frá mér (BSJ) um daginn þegar ég fór með gömlu hjúkkuvinkonum mínum yfir Hellisheiðina hræðilegu að hitta Ástuna okkar. Peysan er prjónuð úr mjúku og fallegu Silkbloom frá BC, sem fæst í Nálinni. 45% silki og 55% merinoull. Prjónar númer 4.5. Tölurnar eru eins og rauðkál - í raun eru þær pínulitlar en á myndinni virðast þær miklu stærri því litla stelpusnúllan er svo oggulítil.

Engin ummæli: