fimmtudagur, 19. febrúar 2009

BSJ #1

Þetta er fyrsta Baby surprise peysan sem ég kláraði. Hún fór í jólapakka til Sögu litlu sætu frænku minnar í Uppsala. Í panikki kvöldið fyrir brottför þangað náði ég að mynda hana á eldhúsgólfinu (í rökkri, á símann). Garnið er hið undurmjúka Lucca merino frá BC, sem fæst að sjálfsögðu í Nálinni. Tölurnar eru líka þaðan - þær eru sítrónusneiðar. Skemmtilegasta prjón í heimi!!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Var að skoða þessa fínu síðu - takk fyrir hana. Noro garnið sem minnst er á í eldri færslum þínum - fæst það hér á landi? Virðist vera algjör draumur.
sn.

Nafnlaus sagði...

Sæl. Mig langar til að þakka fyrir síðuna líka. Bæði texti og myndir eru upplífgandi. Ég hlakka til að sjá prjónabókina þína. Kveðja, Sunna N.

Ragga sagði...

Hei Takk fyrir þessi sætu komment. Noro fæst í Storkinum - amk nokkrar útgáfur af því. Já og Sunna, bókin fæst í Nálinni! Vonandi kanntu að meta hana!!
kv
Ragga

Nafnlaus sagði...

Langar ekkert smá að prófa að prjóna þessa peysu. Þarf bara að næla mér í uppskriftina fljótlega og eitthvað skemmtilegt garn. Gaman að fylgjast með blogginu þínu Ragga og takk fyrir að deila því með okkur hinum.
Kv.
Sóla