þriðjudagur, 13. janúar 2009

Skrímslabolur Tabitó Þórs


Litli sæti bróðursonur minn sem á heima í Tokyo fékk þennan sæta skrímslabol í jólagjöf. Ég kaupi oft einfalda bómullarboli á útsölum og á þá til í skúffu... svo þegar jól og afmæli koma sauma ég í. Mjög oft nöfn barnanna - sjá neðar á blogginu - en núna er ég líka farin að sauma litlar fígúrur eins og þetta sæta skrímsli. Það er með pallíettuaugu og tölur á fálmurunum.

5 ummæli:

Tinna sagði...

vá en fín hugmynd. ég er að hugsa um að herma bara! ;) ef það er í lagi :)

Tinna sagði...

vá en fín hugmynd. ég er að hugsa um að herma bara! ;) ef það er í lagi :)

Ragga sagði...

Auðvitað er það í góðu lagi... enda hægt að gera svona boli voða persónulega og sæta. Gangi þér vel Tinna.

Terje sagði...

So cute! :)

Nafnlaus sagði...

já, ég á líka eftir að herma eftir þessu, er æðislega krúttlegt og svo einfalt!
Erla "frænka"