mánudagur, 5. mars 2007

Poncho aldarinnar


Ég var búin að prjóna svo mikið bleikt og fjólublátt og svoleiðis að mér þótti mál að linni. Fór í hauginn og safnaði saman öllu grænu sem ég fann. Og viti menn! Það var hellingur í boði. Bætti svo við tveimur litlum dokkum sem ég keypti til að fullkomna efnisvalið. Í garnbúðinni hékk ljómandi fínt poncho passlegt á þriggja ára - kerlingarherfan neitaði að gefa mér uppskriftina - en benti góðfúslega á að þær væru til sölu ef maður keypti efni á staðnum... og aðeins þá. Ég lét hneykslun mína í ljós og settist svo við borð þar sem uppskriftin var í möppu. Las hana og spurði svo hvort ég mætti ekki bara skrifa hana upp því hún var svo einföld. Þetta var auðvitað mikil móðgun og illt auga fékk ég. Þá hljóp í mig kapp og ég sagðist bara ætla að leggja hana á minnið- og gerði það. Muahahahah ég er prjónaanarkisti.

Engin ummæli: