sunnudagur, 4. mars 2007

Megrunarprjón


Nú hafa prjónaverkin hlaðist upp hjá mér og kominn tími til að dæla dágóðum skammti inn á síðuna. Ég komst að einni skemmtilegri og hjartanlega velkominni hliðarverkun prjónaskaps... Ansi lógísk hliðarverkun samt, sérstaklega ef prjónarinn er ákafur og heldur sér vel að verki. Þetta veldur því að hendur prjónarans og athygli eru föst við verkið og á meðan er ekki hægt að BORÐA MAT!! Þess vegna mjókkar sá sem prjónar hægt og sígandi... Skemmtilegt þetta ef af nógu er að taka.

4 ummæli:

Bergur sagði...

Þú segir það.. kannski maður ætti að taka fram heklunálina og hekla sér smekkbuxur.

Dosti sagði...

það er hægt að nota rör!!! hefurðu ekki heyrt um það? jafnvel má geyma prjónana í rörunum milli lotna.

En ég verð samt að afhjúpa kvenlegu hliðina mína og hæla þér fyrir myndaskapinn. Ekkert smá flott!

Ragga sagði...

Já elskan, eða samfesting úr diskógarni fyrir yfirvofandi hjólreiðar sumarsins.

Ragga sagði...

Hei Dosti TAKK. Það er alltaf ákveðið kikk þegar maður togar kvenlega drætti út úr hardcore testósterónfylltum skógarhöggsmönnum.