sunnudagur, 10. desember 2006

Álfurinn litli


Mér áskotnaðist forláta heklunál númer 9 úr ekta plasti. Handavinnugyðjan Halldóra Skarphéðinsdóttir lét hana af hendi rakna af einskærri rausn. Þá fór tíminn á húfuhekli niður í 36 mínútur umþaðbil. Ég er búin að hekla og prjóna agalega fín húfutreflasett á mig og Rúnu Lóu úr mohair og lopa. Rúna er auðvitað eins og lítil álfaskessa í þessarri múnderingu. Mitt sett er úr blágrænu móheri og hvítum lopa og í því er ég um það bil eins og stóra skessan sem sagði þeirri litlu að sækja stóra nautið hans föður síns í ákveðinni sögu sem við þekkjum öll.

Engin ummæli: