mánudagur, 15. júní 2009

Þeir sætustu hingað til



Ég prjóna BSJ nokkuð stöðugt. Finnst svo gott að grípa í svona lítil verkefni inn á milli þeirra stærri. BSJ er líka uppskrift sem ekki er hægt að fá leið á og býður upp á endalausa möguleika í útfærslum - ólíkt garn, litir rendur, tölur - allt býður upp á óendanlega skemmtilega prjónaupplifun. Þessir tveir eru gerðir úr handlitaða garninu mínu. Sá rauði er úr Nammi - íslensku bandi sem ég lita heima og sel í Nálinni. Sá appelsínuguli er reyndar heimalituð shetlandsull - svoldið harðari útkoma en ofursætur. Tölurnar gera svo gæfumuninn. Þær fást í Nálinni. Ójá.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

vá, ekkert smá flottar.. var einmitt að spá í að gera tilraunir með að litla garn, finnst kambgarnið svo skemmtilegt en langar í mislitt.. er það flókið?
kv. Dóra Björk

Nafnlaus sagði...

Er að skoða síðuna þína í fyrsta sinn, frábær síða hjá þér. Kemur manni í virkilega gott prjónastuð!

Hlakka til að fylgjast með áfram...

Nafnlaus sagði...

Allveg frábært framtak,col
kær kveðja MJ
PS. BÚIN AÐ FÁ EINA lÓU AÐ GJÖF.